30.01.1973
Sameinað þing: 38. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1750 í B-deild Alþingistíðinda. (1352)

283. mál, kostnaður ríkis og ríkisstofnana vegna utanferða

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Það er nú orðið æðilangt liðið síðan þessari fsp., sem ég ber fram, var útbýtt hér á Alþ. Ég tel ekki ástæðu til að hafa langan formála fyrir henni til hæstv. fjmrh. Það er öllum ljóst, að menn hafa sjálfsagt skiptar skoðanir um það, hversu miklum fjármunum ríki og ríkisstofnanir eigi að verja til utanferða á vegum þessara aðila. Almenningur í landi voru hefur örugglegt gert sér ýmsar hugmyndir í þessum efnum og verið með tölur á ýmsum stigum, mismunandi þó hversu háar og mismunandi réttlátar þær eru í ýmsum tilvikum. Ég hef því talið rétt, að um þetta kæmu fram hér á hv. Alþ. glöggar upplýsingar, og hef því leyft mér að flytja fsp. á þskj. 99 til hæstv. fjmrh. í tveimur liðum:

„1. Hversu mikill var kostnaður ríkis og ríkisstofnana vegna utanferða á s.l. ári? Óskað er eftir sundurliðun eftir rn. og stofnunum.

2. Hefur fjmn. eða fjárlaga- og hagsýslustofnunin eftirlit með því, að kostnaður einstakra stofnana vegna utanferða sé innan hæfilegra marka?“