07.02.1973
Neðri deild: 48. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

151. mál, neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey

Flm. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Það er aðeins út af brtt., sem hv. þm. lagði fram. Ég vil fara fram á það við hann, að hann taki þessa brtt. til baka, því að það sjónarmið er ofarlega í mínum huga, að fjáröflun í þessu skyni sé þannig, að ekki komi til greina að gera því skóna, að um nokkurn afgang gæti hugsanlega verið að ræða. Ég hygg, að það hafi ekki hvarflað að nokkrum nm., að slíkt kæmi til mála, og þess vegna höfum við ekki talið eðlilegt eða gefa rétta mynd af því vandamáli, sem við er að fást, að taka inn ákvæði af þessu tagi. Við höfum skoðað það. Og það gæti kannske fremur valdið misskilningi. Þvert á móti teljum við nokkurn veginn augljóst, að hér sé um fyrsta áfanga að ræða í þessu máli. — Ekki fyrir það, að við nm. mundum allir álíta sjálfsagt, ef einhvern tíma kæmi að því, að við gerðum einhverja viðbótarráðstöfun, sem reyndist drýgri en þyrfti, þá yrði að sjálfsögðu að setjast fast, að féð yrði aldrei notað í öðru skyni.

Ég vil fara fram á það við hv. þm., eftir að hann hefur heyrt þessar skýringar, að hann fallist á að taka brtt. til baka.