13.02.1973
Sameinað þing: 43. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (1497)

Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna til vara í stjórn Viðlagasjóðs

Forseti (EystJ):

Ég vil taka það fram, að eins og allir sjá, þá eru þessir listar bornir fram af öllum flokkum þingsins, og flokkarnir hafa fulltrúa á listunum í hlutfalli við styrkleika sinn. Samkv. venju, sem áður mun hafa þekkzt í sambandi við slíkar kosningar, vil ég láta það í ljós og vænti, að enginn mæli á móti því, að varamenn skuli kallaðir inn til þess að sitja fyrir aðalmennina í sömu hlutföllum og flokkafulltrúar eru kjörnir á aðallistanum. Ef enginn mælir á móti því, verður sá háttur á hafður, og fyrir því munu æðimörg fordæmi.