20.02.1973
Sameinað þing: 46. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í B-deild Alþingistíðinda. (1566)

Umræður utan dagskrár

Forseti (EystJ) :

Ég vil leyfa mér að benda hv. þm. á, að umr. utan dagskrár, sem eru ekki ráðgerðar í þingsköpun, en hafa ævinlega verið leyfðar, eru ætlaðar fyrir fsp. eða önnur málsatriði, sem þola ekki þá bið, sem venjulegum þingmálum er ætlað. Ég vil biðja hv. þm. að hafa það í huga framvegis við slíkar umr. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar til þess. En forsetar vilja greiða fyrir því eins og mögulegt er, að menn geti fengið að gera fsp. utan dagskrár. því að það væri mikill skaði, ef þannig yrði haldið á þeim málum öllum, að það færi að verða tregða á því hjá forsetum að leyfa umr. utan dagskrár. Slíkt má ekki koma fyrir. En þá verður líka að vera góð samvinna á milli forseta og þm. um að gera þær umr, þannig úr garði, að þær geti farið fram á viðeigandi máta, og það ætla ég, að menn hljóti að geta skilið og tekið til greina.

Það verður haldið áfram þessum umr. utan dagskrár í upphafi fundar á fimmtudag.