26.02.1973
Sameinað þing: 49. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2087 í B-deild Alþingistíðinda. (1636)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (EystJ) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 26. febr. 1973.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson, ritari þingflokks Sjálfstfl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Samkv. beiðni Ragnhildar Helgadóttur, 12. þm. Reykv., sem ekki getur sinnt þingstörfum næstu vikur vegna sjúkleika, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður hennar, Birgir Kjaran hagfræðingur, taki á meðan sæti hennar á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Gils Guðmundsson,

forseti Nd.

Birgir Kjaran hefur áður setið þing á þessu kjörtímabili, og býð ég hann velkominn til starfs.