12.03.1973
Neðri deild: 63. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2481 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

60. mál, menntaskólar

Frsm. (Bjarni Guðnason) :

Herra forseti. Fyrir menntmn. Nd. hefur legið frv. til l. um breyt. á l. um menntaskóla, og eru flm. þess Ingólfur Jónsson og Ágúst Þorvaldsson. Í þessu frv. er lagt til, að reistur verði menntaskóli á Selfossi og yrði þá væntanlega svokallaður valgreinaskóli. N. er fullkomlega ljós þörfin menntaskóla fyrir þetta vaxandi byggðarlag og þann byggðarkjarna, sem er að vaxa upp á Selfossi, en n. er einnig ljóst, að það þarf að móta einhverja heildarstefnu í sambandi við byggingu menntaskóla, ekki sízt eins og fjármálum ríkissjóðs er nú háttað. Því hefur menntmn. samþ. einróma á þskj. 341 svofellt álit: „N. hefur athugað frv. og orðið sammála um að leggja til, að málinu verði vísað til ríkisstj.