12.03.1973
Neðri deild: 63. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2481 í B-deild Alþingistíðinda. (1875)

60. mál, menntaskólar

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Ég tel það mikið atriði, að hv. menntmn. hefur gert sér ljóst, að mikil þörf er á menntaskóla á því svæði, sem frv. fjallar um. Tel ég það viljayfirlýsingu hv. þn. í þessu máli, sem sé mikils virði. Því verður ekki neitað, að það er rétt, sem hv. frsm, sagði hér áðan, að það er þörf á að móta heildarstefnu í þessum málum. Við flm. getum þess vegna eftir atvikum samþykkt þessa afgreiðslu menntmn., sérstaklega með tilliti til þess hugafars, sem á bak við afgreiðsluna er, og yfirlýsingar hv. frsm. um það, að n. sé sammála um nauðsyn menntaskóla á þessu svæði. Það er einmitt þessi skilningur, sem gefur málinu byr, og við flm., munum þess vegna fylgja málinu eftir og óska eftir því, að hæstv. menntmrh. hefji undirbúning að málinu. Á þessum forsendum erum við flm. eftir atvikum samþykkir þessari afgreiðslu menntmn.