14.03.1973
Efri deild: 69. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2533 í B-deild Alþingistíðinda. (1933)

160. mál, löndun loðnu til bræðslu

Frsm. (Bjarni Guðbjörnsson):

Herra forseti. Sjútvn. athugaði frv. þetta um skipulag á löndun loðnu til bræðslu og varð sammála um að mæla með samþykkt frv. með einni smávægilegri breytingu. Sú breyting er aðeins til að staðfesta það samkomulag, sem varð í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en er á þá leið, að við 1. gr. verði svofelld breyting, að á eftir orðunum „landaðrar loðnu“ í 1. efnismgr. 1. gr. komi orðin: til bræðslu. — Þetta er aðeins til þess að taka af öll tvímæli um það, að þeir, sem kaupa loðnu til frystingar þurfi ekki að borga 15 aura í flutningasjóðinn. N. var sammála um að mæla með samþykkt frv.