20.03.1973
Sameinað þing: 60. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2597 í B-deild Alþingistíðinda. (1987)

302. mál, inngönguréttindi kennara í háskólanum

Fyrirspyrjandi (Jónas Árnason):

Herra forseti. Ég leyfi mér sbr. þskj. 373, að beina til hæstv. menntmrh. svo hljóðandi fyrirspurn: „Hvað líður samanburðarkönnun á kennaraprófi og stúdentsprófi með tilliti til inngönguréttinda kennara í Háskóla Íslands?“ Ég ber fram þessa fsp. vegna tilmæla nemenda í Kennaraskólanum. Það líður nú óðum að prófi þar, og er nauðsynlegt, að þetta fólk fái að vita fyrir víst, hvaða réttindi prófið veitir þeim og hvaða möguleika, í þessu sambandi möguleika á að komast í háskólann.