20.03.1973
Sameinað þing: 60. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2598 í B-deild Alþingistíðinda. (1989)

302. mál, inngönguréttindi kennara í háskólanum

Fyrirspyrjandi (Jónas Árnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svör hans. Það gleður mig að heyra, að unnið er að þessu máli, og ég vænti þess, að útkoman verði ekki eins og oft vill verða, þegar talað er um, „að stefnt verði að“ einhverju, að framkvæmdin dragist úr hömlu. Ég vænti þess, að niðurstaða fáist í þessu máli svo snemma, að það unga fólk, sem hér á hlut að máli, geti áttað sig í tæka tíð, að því er þau réttindi varðar, sem próf veita því. Ég treysti sem sagt hæstv. ráðherra til að hotta á þá aðila, sem fara með þetta mál.