20.03.1973
Sameinað þing: 60. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2599 í B-deild Alþingistíðinda. (1991)

302. mál, inngönguréttindi kennara í háskólanum

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Ég get ekki séð, að þessi fsp. hv. 7. þm. Reykv. sé í beinu samhengi við þá fsp., sem áðan var rædd, en mun engu að síður leitast við að svara henni. Svarið er það, að endurskoðun á lögum um Kennaraháskóla Íslands er hafin og stendur yfir. Hins vegar mun ég hvorki um þetta efni né annað gefa neinar yfirlýsingar um niðurstöður starfs, sem er í miðjum klíðum.