21.03.1973
Neðri deild: 67. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2684 í B-deild Alþingistíðinda. (2052)

206. mál, kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson) :

Herra forseti. Ég tel þessa till. óþinglega og ekki eiga við. Hún fjallar um tilteknar launagreiðslur til undirmanna á botnvörpuskipum, en hér er um að ræða frv. til l. um kaup og kjör yfirmanna. Auk þess mælir þessi till. fyrir um það, með hvaða hætti undirmenn eiga að fá aukagreiðslur, þegar skipshöfn fækkar. Um þetta atriði hafa þeir samið með öðrum hætti, og mætti þá skilja þessa till., að hún kæmi í staðinn fyrir þá kjarasamninga, sem gerðir hafa verið, en ef svo væri, mundu undirmenn fá minna, þegar um fækkun er að ræða, heldur en samkv. þeim samningum, sem þeir hafa gert. Ég segi því nei.