22.03.1973
Efri deild: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2725 í B-deild Alþingistíðinda. (2070)

206. mál, kaup og kjör yfirmanna á botnvörpuskipum

Frsm. 2. minni hl. (Eggert G. Þorsteinsson) :

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr., enda tel ég, að flest sé komið fram, sem máli skiptir í sambandi við þetta mál, og læt því nægja að vísa til ræðu minnar við 1. umr. málsins hvað efnishlið og afstöðu okkar Alþfl.- manna snertir. En ég hef, svo sem flokksbræður mínir í Nd. gerðu, flutt á þskj. 419 brtt. um, að aftan við 2. gr. frv. bætist ný mgr. eins og þar segir, og er hún flutt til tryggingar því, að undirmenn á togaraflotanum njóti sama réttar, þegar mönnum fækkar í yfirmannaliði, eins og yfirmenn njóta, þegar fækkar hjá undirmönnum. Að öðru leyti vísa ég, eins og ég áðan sagði, til ræðu minnar við 1. umr. málsins og þess nál., sem ég hef látið frá mér fara sem 2. minni hl. félmn. og birtist á þskj. 418. Ég vil jafnframt geta þess, að verði þessi brtt. mín ekki samþ., mun ég sjá mig tilneyddan að flytja við 3. umr. málsins brtt. um, að kjarasamningar undirmanna verði lausir, þannig að undirmönnum gefist kostur á því, ef þeir sjálfir óska þess, að gera tilraun til að fá þá leiðréttingu, sem ekki hefði fengizt, ef till. mín verður felld.