31.10.1972
Sameinað þing: 10. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

40. mál, fangelsismál

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. 1. fsp. er svo hljóðandi: „Hvað er rúm fyrir marga fanga í íslenzkum fangelsum?“ Svar: Á Litla-Hrauni 52 rúm, á Kvíabryggju 15 rúm, í Hegningarhúsinu 27 rúm. Síðumúli verður svo væntanlega til um áramót, og er þar rúm fyrir 12.

2. fsp.: „Til hversu margra daga fangelsisvistar hafa menn verið dæmdir á ári s.l. 3 ár?“ Svar: 1969: í Reykjavík 27925 daga, annars staðar á landinu í 5850 daga. 1970: í Reykjavík 21285 daga, annars staðar á landinu 5025 daga. 1971: í Reykjavík 26085 daga, annars staðar á landinu í 3150 daga. Samtals á þessum árum: í Reykjavík í 75295 daga og annars staðar á landinu í 140125 daga. Samtals 89320 dagar, eða 248 fangelsisár, eða 82.7 fangelsisár að meðaltali á ári 1969–1971.

3. fsp.: „Hversu margir menn eiga óafplánaða fangelsisdóma og í hversu marga daga?“ Svar: Um s.l. áramót áttu 237 menn óafplánuð 136 ár og 324 daga. Varðhaldsdómar eru ekki meðtaldir.

4. fsp.: „Hversu margir þeirra manna, sem hlotið hafa dóm, hafa brotið af sér á ný, meðan þeir bíða þess að afplána dóm sinn?“ Svar: Engar upplýsingar eru tiltækar um þetta atriði.

Í tilefni af þessari fsp. vil ég geta þess, að ég vonast til að geta lagt fyrir hv. Alþ. á næstu dögum frv. um fangelsismál og vona, að í því geti verið fólgnar ýmsar endurbætur á þessum málum.