27.03.1973
Sameinað þing: 62. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2804 í B-deild Alþingistíðinda. (2176)

203. mál, framlagning gagna við Alþjóðadómstóllinn

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Ég vil aðeins í tilefni af því, sem hér hefur komið fram, minna á það í fyrsta lagi, að Alþjóðadómurinn hefur ekki enn fjallað um efnishlið málsins, heldur aðeins í fyrsta lagi um bráðabirgðaúrskurð og í öðru lagi um lögsögu sína. Þau gögn, sem ég hef minnzt á, lúta einkum að þessu tvennu.

Í öðru lagi vil ég geta þess í tilefni af því, sem hv. 5. þm. Reykv. sagði um vissan skilning á samningunum frá 1961, að ég hef látið kanna það í utanrrn., hvað gögn lægju fyrir um slíkan skilning milli aðilanna á þessu atriði, og hef ekkert um það fundið. Ég hygg, að það finnist ekki heldur í brezka utanrrn.