29.03.1973
Efri deild: 80. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2856 í B-deild Alþingistíðinda. (2239)

3. mál, bygging og rekstur dagvistunarheimila

Fram. (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins taka það fram, til þess að ekki sé misskilningur á ferðinni varðandi brtt. mína á þskj. 461 við 15. gr. og út af ummælum hv. 5. þm. Reykn., Jóns Árm. Héðinssonar, að ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því. að þrjár fyrstu mgr. standi óbreyttar áfram. Þar segir í 1. mgr.: „Alþ. ákveður hverju sinni framlag til byggingarframkvæmda. Eigi er heimilt að hefja framkvæmdir, fyrr en fé hefur verið veitt í fjárl. og fyrir liggur skriflegt samþykki menntmrn“ o. s. frv. Ég er ekki að gera till. um að breyta þessu og vona, að það sé alveg ljóst. Og ég reikna með, að þessar mgr. standi áfram óbreyttar. en síðan breytist 4., 5. og 6. mgr., og þá er það fyrst og fremst, að það er verið að skjóta þarna inn heimildinni til sölu skuldabréfa.

Í tilefni af orðum hv. 2. þm. Vesturl., Jóns Árnasonar, þá er það misskilningur á orðum mínum, að ég hafi haldið því fram, að menn hafi ekki vitað, hvernig þeir voru að greiða atkv. hér í gær. Ég tók það sérstaklega fram, að úrslit atkvgr. hefðu kannske verið á annan veg en eðlilegt hefði verið vegna þess, hversu margir voru fjarverandi. Ef ég man rétt, tóku aðeins 13 þátt í þessari atkvgr., og ég tel rétt, að það reyni á það, enda hafði ég ævinlega skilið það svo við umr. í n., að menn teldu þetta hvort tveggja samhangandi. Ef það væri sem sagt ætlunin að hækka stofnkostnaðinn, á væru menn að gera það vegna þess, að það væri meiningin að lækka eða fella alveg niður rekstrarkostnaðinn. Um þetta varð samkomulag að hálfu meirihl., að fara þá ekki að hreyfa við þessu, úr því að ekki lá fyrir heildarsamkomulag um neitt annað.