31.10.1972
Sameinað þing: 10. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (231)

270. mál, stjórnir, nefndir og ráð ríkisins

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Það er útilokað, að ég geti lokið við að svara því, sem ég ætlaði mér að koma að í sambandi við þessa fsp., en ég vil segja hv. fyrirspyrjanda það út af mismun í launum, að n. sú, sem fjallar um laun nefndarmanna, hefur ekki ákveðið um skipan allra launa. Hefur það yfirleitt verið svo, að hún hefur ákveðið um skipan launa þeirra n., sem hafa verið settar á stofn, eftir að hún tók til starfa. Hins vegar hefur verið gert út um t.d. bankaráð, útvarpsráð o.fl. alveg utan við hana. En ég vil nota þennan litla tíma til að drepa á þau atriði, sem fram komu í ábendingum frá starfsmönnum fjmrn., ráðuneytisstjóra og deildarstjóra launamáladeildarinnar, ef mér gæfist tími til þess. Það eru till., sem þeir hafa lagt fyrir mig og enn þá hafa ekki verið teknar ákvarðanir um. Þær eru:

1. Gefin verði út almenn fyrirmæli um, að fundir launaðra n., stjórna og ráða, sem ríkisstarfsmenn eiga sæti í, verði alltaf haldnir utan dagvinnutíma.

2. Starfsmenn ríkisins, sem skipaðir eru í n., sem fjalla á um mál innan verksviðs hlutaðeigandi starfsmanns, eða sitja í slíkum n. lögum samkvæmt stöðu sinnar vegna, taki ekki nefndarþóknun fyrir hað starf.

3. Starfsmenn, sem eru forstöðumenn stofnana eða forstöðumenn deilda án þess að vera háðir daglegri umsjá eða verkstjórn yfirmanns, geti gert kröfu til greiðslu vegna óhjákvæmilegrar vinnu, sem unnin hefur verið í samráði við yfirmann umfram 40 stunda vinnuviku. Slík krafa skal gerð til hlutaðeigandi rn. — fyrir milligöngu yfirstjórnar stofnunarinnar, ef við á. Kröfur miðist við 3 mánuði í senn. Krafan skal rökstudd með yfirliti um stimplaða veru á vinnustað, eða dagbók ásamt greinargerð um viðfangsefni, þörf fyrir yfirvinnu og orsakir hennar. Kröfur af þessu tagi ásamt umsögn senda hlutaðeigandi rn. til fjmrn.

4. Þeim starfsmönnum, sem um ræðir í 3. lið, verði gefinn kostur á að gera kröfu með sama hætti og þar greinir, eftir því sem tök eru á, vegna yfirvinnu árin 1971 og 1972. Ætlazt er til, að þeirri kröfu komi til frádráttar hver sú greiðsla úr ríkissjóði eða frá ríkisstofnun, sem telja má fyrir störf þess eðlis, sem um ræðir í 2. lið hér að framan.

5. Fjmrn. sendir ráðh. einu sinni til tvisvar á ári yfirlit um greiðslur í samráði við framanritað, sem þeim er kunnugt um.

6. Yfirmenn, sem hafa daglega eða algilda umsjón með störfum opinberra starfsmanna, hafa umboð til þess að staðfesta reikninga fyrir óhjákvæmilega yfirvinnu, sem þeir hafa sérstaklega beðið um, svo framarlega sem fjárveiting er fyrir hendi. Þeir teljast persónulega ábyrgir fyrir því, ef þetta umboð er misnotað til greiðslu reikninga fyrir yfirvinnu að óþörfu, fyrir yfirvinnu, sem ekki er unnin, eða yfirvinnuskipan, sem beinlínis er ætluð að breyta kjörum starfsmanna.

7. Það er almenn stefna að takmarka störf starfsmanna ríkisins sem mest við umsamda 40 stunda vinnuviku. Ef við getur átt, er talið æskilegt, að frí sé gefið í staðinn fyrir yfirvinnutíma að því markí, sem þess er kostur.

Þessar hugmyndir að till. ætlaði ég mér að kynna hér á hv. Alþingi vegna þess, að það verður ekki komizt hjá því að krefja yfirmenn í hæstu launaflokkum eða fara fram á það við þá, að þeir leggi á sig yfirvinnu í sínu starfi. Það mun hvorki mér né öðrum ráðh. takast, og það verður að koma þessum málum fyrir á sómasamlegan hátt, því að það er ekki hægt að biðja þá frekar en aðra menn að leggja fram vinnu, án þess að einhver greiðsla komi fyrir.