31.10.1972
Sameinað þing: 10. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (234)

271. mál, verðtrygging iðnrekstrarlána

Fyrirspyrjandi (Pétur Pétursson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þessar upplýsingar, sem eru nánast þær, að unnið sé að reglum, drög samin og búast megi við framkvæmdum næstu daga. Þetta er allt gott og blessað. Það er nú ekki búið að taka nema 5–6 mánuði að koma þessu saman. Hæstv. ráðh. nefndi, að auðvitað yrði nú unnið að jafnréttisaðstöðu við aðra atvinnuvegi. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum á hv. þingi í fyrra, og mér finnst satt að segja ekki bera allt of mikið á því enn þá, að þessi jafnréttisaðstaða sé fyrir bendi, að iðnaðurinn njóti sömu aðstöðu og landbúnaðar og sjávarútvegur, að því er lánamál varðar. Ég vil að það sé alger jafnréttisaðstaða, ekkert minna en það, og ég mun halda áfram að ræða þetta hér á hv. þingi, þangað til þessi jafnréttisaðstaða er fengin.