02.04.1973
Neðri deild: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2954 í B-deild Alþingistíðinda. (2347)

113. mál, fjölbrautaskóli

Frsm. (Bjarni Guðnason) :

Herra forseti. Frv. það til l. um heimild til að stofna fjölbrautaskóla, sem er á þskj. 398, er komið frá hv. Ed., og samþykkti hún þetta frv. að heita má án breytinga, jók þar við örlitlu efnisatriði. Við í menntmn. Nd. höfum rætt þetta frv. og um það hefur verið alger samstaða, þannig að menntmn. Nd. hefur látið frá sér fara svofellt nál. á þskj. 446:

N. hefur athugað frv. og mælir með samþ. þess, eins og það er eftir 3. umr. í Ed.

Ég sé enga ástæðu til að fara að ræða um gildi þessa frv. eða fara mörgum orðum um það í sjálfu sér, þar sem alger einhugur var í menntmn.