02.04.1973
Neðri deild: 74. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2954 í B-deild Alþingistíðinda. (2349)

124. mál, vátryggingarstarfsemi

Fram. (Jón Skaftason) :

Herra forseti. Heilbr.- og trn. þessarar hv. d. hefur haft til athugunar að undanförnu frv. til l. um vátryggingarstarfsemi. Hún sendi frv. nokkrum aðilum, og umsagnir hafa borizt frá þeim og í meginatriðum voru þær jákvæðar. Einn umsagnaraðilinn, Samband ísl. tryggingafélaga, gerði hins vegar í sinni umsögn till. um nokkrar breytingar á frv., og hefur heilbr.- og trn. á þskj. 392 flutt nokkrar brtt. við frv., sem ganga mjög í sömu átt og till. þær, sem fram koma í umsögn Sambands ísl. tryggingafélaga. N. stendur öll að því nál., sem liggur frammi á þskj. 392, en einstakir nm. áskilja sér rétt til þess að flytja aðrar brtt. eða fylgja þeim. Tveir nm., hv. þm. Ingvar Gíslason og hv. þm. Bjarni Guðnason, voru fjarstaddir á þeim fundi n., sem málið var endanlega afgreitt á, en mér er kunnugt um, að þeir eru efnislega sammála því áliti, sem kemur fram á þskj. 392.

1. breyt. er við 6. gr. frv., en 6. gr. fjallar um hlutafélög, sem annast vátryggingarstarfsemi. N. leggur til, að við 2. mgr. 6. gr. bætist: „Þó skal hlutafé líftryggingarhlutafélaga vera minnst 10 millj. kr.“ Eins og menn sjá við lestur gr. og lestur þeirrar brtt., sem ég var að lesa, er lagt til, að hlutafé líftryggingarhlutafélaga verði lækkað frá því, sem frv. gerir ráð fyrir, úr 20 millj. í 10 millj. kr. Þetta þykir eðlilegt og sanngjarnt miðað við það, að líftryggingarhlutafélög hafa allmiklu þrengra starfssvið og þeirra áhætta er talsvert miklu minni en annarra hlutafélaga, sem annast margar tegundir trygginga.

Þá gerum við enn fremur á sama þskj. till. um að 3. mgr. 6. gr. umorðist eins og segir á þskj. 392, hún orðist þannig:

„Stjórn slíks hlutafélags skulu skipa 3 menn hið fæsta. Reki félagið ekki einvörðungu endurtryggingarstarfsemi, skal a. m. k. einn valinn með það fyrir augum að gæta hagsmuna vátryggingartaka og hinna tryggðu. Í samþykktum félagsins skal skýrt fram tekið, hvernig sá stjórnarmaður skuli valinn.“

Í 6. gr. frv., sem er um það, hvernig kjósa eigi þennan sérstaka stjórnarmann, stendur þetta: „Val þessa stjórnarmanns skal háð samþykki ráðh. Náist ekki samkomulag um mann, er trmrh. heimilt að tilnefna mann í stjórnina sem fulltrúa vátryggingartaka:

En það breytist, eins og ég var hér að segja, þannig, að í stað þessa verði það tekið upp í samþykktir félagsins, hvernig slíkur stjórnarmaður skuli valinn.

Næsta brtt. n. er við 10. gr. frv., en sú gr. fjallar um gagnkvæm vátryggingarfélög. N. leggur til, að 2. mgr. 10. gr. frv. orðist svo:

„Stofnendur gagnkvæms vátryggingarfélags skulu leggja fram stofnfé, sem nema skal hið minnsta 10 millj. kr. Þó skal stofnfé gagnkvæms líftryggingarfélags vera minnst 5 millj. kr. Fé þetta má ekki endurgreiða nema að fengnu leyfi trmrh:

Samkv. þessu er stofnfé gagnkvæms líftryggingarfélags lækkað úr 10 millj. kr., eins og það er í frv., í 5 millj. kr., og rökstuðningurinn fyrir þeirri lækkunartill. er sá sami og ég var að rekja áðan varðandi till. n. um lækkun hlutafjár líftryggingarhlutafélaga úr 20 millj. í 10 millj.

Þá leggjum við enn fremur til, að 4. mgr. 10. gr. frv. orðist þannig: „Stjórn gagnkvæms vátryggingarfélags skulu skipa 3 menn hið fæsta. Í samþykktum slíks félags skal skýrt fram tekið hvernig háttað skuli aðild vátryggingartaka að stjórn þess og hvernig kjöri stjórnar skuli hagað“. Þetta er hliðstæð breyting og ég var að lýsa áðan í sambandi við líftryggingarfélögin, og skal ég því ekki endurtaka það.

3. brtt. okkar er við 11. gr., 1. mgr. N. leggur til, að hún orðist svo: „Hver sá, sem tryggir hjá gagnkvæmu vátryggingarfélagi, er sameigandi þess. Um ábyrgð vátryggingartaka á skuldbindingum félagsins skulu settar reglur í samþykktum þess. Ábyrgð hvers vátryggingartaka má eigi nema lægri fjárhæð en 500 kr. Þó er heimilt að undanþiggja endurtryggingartaka slíkri ábyrgð, enda nemi endurtryggingariðgjöld, sem undanþegin eru, eigi meiru en 20% af heildariðgjaldstekjum félagsins.“ Breytingin, sem í þessu fellst frá frv., er sú, að fellt er niður úr 11. gr. frv. það ákvæði, að ábyrgð hvers vátryggingartaka megi eigi nema lægri fjárhæð en hálfu iðgjaldi af viðkomandi skírteini.

4. brtt. okkar er við 17. gr. Þar leggur n. til, að 3. mgr. hennar falli niður.

5. brtt. lýtur að 39. gr. frv., og leggur n. til, að framan við gr. bætist ný mgr., svo hljóðandi: „Tryggingaeftirlitið skal láta fara fram reglulega endurskoðun á reikningum vátryggingarfélaga og staðfesta þá. Í reglugerð skal tekið fram, í hverju slík endurskoðun skuli fólgin.“ Þessi brtt. skýrir sig sjálf, og skal ég ekki hafa fleiri orð um hana.

Þá kemur 6. brtt., sem lýtur að 43. gr. frv. Samkv. henni er lagt til, að upphaf 1. mgr. 43. gr. orðist svo: „Sinni vátryggingarfélag ekki tilmælum tryggingareftirlits um breytingar á skilmálum eða iðgjöldum, sbr. 40. gr., sé ekki gjaldtækt“ o. s. frv. Hér er einungis um formlega breytingu að ræða til samræmis við ákvæði 40. gr., því að það er eins og fallið hafi niður orðið „iðgjöld.“

Síðasta brtt. n. lýtur svo að lokagr. frv., 59. gr., en n. leggur til, að sú gr. orðist þannig: „Lög þessi öðlast þegar gildi, nema ákvæði

17. og 18. gr., sem taka gildi 1. jan. 1974.“

Ég hygg, að ég hafi með þessum fáu orðum gert grein fyrir þeim brtt., sem heilbr.- og trn. þessarar hv. d. leggur til við frv. til l. um vátryggingarstarfsemi.