31.10.1972
Sameinað þing: 10. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

272. mál, aukinn húsakostur sjúkrahúss á Akureyri

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að hefja hér neinar umr., en ég vil láta í ljós mikla ánægju með þær upplýsingar, sem fram komu í orðum hæstv. heilbrh. Ég vil leggja áherzlu á það, að bygging slíks deildarskipts sjúkrahúss, sem þarna er um að ræða,

er nú eitt af því brýnasta, sem gera þarf á sviði heilbrigðismála á næstu árum. Ég fagna því, að þetta mál er svo langt komið, að hægt er að fara að bjóða verkið út og hefja framkvæmdir á næsta sumri. Ég efa ekki, að þegar svo er komið, muni rösklega verða tekið til við það starf og verkinu lokið á ekki skemmri tíma en hæstv. ráðh. nefndi hér, að gæti orðið. Það er alveg augljóst, að eftir þessu er beðið og við höfum beðið kannske of lengi. Eins og fyrirspyrjandi sagði réttilega, er viss hætta á því, að okkur haldist ekki á læknum á Akureyri og á Norðurlandi, ef ekki verður mjög bráðlega bætt úr sjúkrahússkortínum.