04.04.1973
Neðri deild: 75. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3042 í B-deild Alþingistíðinda. (2440)

160. mál, löndun loðnu til bræðslu

Frsm. (Garðar Sigurðsson) :

Herra forseti. Þetta frv. til l. er um breyt. á l. frá 31. des. 1972, um skipulag á löndun á loðnu til bræðslu, og breytingarnar eru fólgnar í því, að stofna skal loðnuflutningasjóð. Tekjur sjóðsins eru fengnar með þeim hætti, að loðnukaupendur greiða í sjóðinn 15 aura á hvert kg. landaðrar loðnu til bræðslu, og þessir 15 aurar stuðla að því, að skip geti siglt með aflann lengra en venjulega þykir æskilegt. Aurarnir stuðla einnig að því, að loðnan er unnin í fleiri verksmiðjum, einnig því, að löndunarbið verður minni og heildarafköst flotans aukast.

Sjútvn. hefur fjallað um þetta mál og leggur til, að frv. verði samþ.