05.04.1973
Neðri deild: 77. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3074 í B-deild Alþingistíðinda. (2518)

86. mál, námsflokkar

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Frv. um greiðslukostnað við námsflokka var flutt af Braga Sigurjónssyni í þeim tilgangi að reyna .að bæta aðstöðu til fullorðinsnáms hér á landi. Efni frv. er í stuttu máli það, að ríkið taki þátt í greiðslu kostnaðar við námsflokka, sem sveitarfélög annast og frjáls aðgangur er að, á svipaðan hátt og ríkið tekur þátt í skólakostnaði. Þar sem nú starfar á vegum ríkisstj. n., sem fjallar um fullorðinsfræðslu á víðtækum grundvelli, hefur orðið samkomulag um það í menntmn. að leggja til, að frv. verði vísað til ríkisstj. í trausti þess, að viðkomandi n. fái það til athugunar.