05.04.1973
Neðri deild: 77. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3076 í B-deild Alþingistíðinda. (2527)

94. mál, orkulög

Heilbr:

og trmrh. (Magnús Kjartansson): Herra forseti. Hér er um að ræða frv., sem snertir þá framkvæmd á sveitarafvæðingu, sem nú er verið að ljúka á næstu árum og hefur verið og er ákaflega mikið átak. En þrátt fyrir þetta mikla átak verða sveitabýli eftir, sem ekki verður unnt að tengja við samveitur, og tilgangur þessa lagafrv. er sá einn að tryggja þeim bændum, sem búa utan þess svæðis, sem samveiturnar ná til, hagkvæmari lánskjör en þeir hafa haft til að koma upp hjá sér, hvort sem er mótorrafstöðvum eða vatnsvirkjunum. Ég vænti þess, að um þetta mál geti tekizt full samstaða og það geti orðið að lögum á þessu þingi.

Ég legg svo til, herra forseti, að málinu verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. iðnn.