06.04.1973
Efri deild: 84. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3114 í B-deild Alþingistíðinda. (2576)

125. mál, eiturefni og hættuleg efni

Frsm. (Helgi F. Seljan) :

Herra forseti: Heilbr. og trn. hefur haft til umsagnar frv. til l. um breyt. á l. nr. 85 31. des. 1968. um eiturefni og hættuleg efni. Frv. er áður komið frá Nd. Óþarft er að fara mörgum orðum um þetta frv•., en aðalefni þess er í raun það, að viðaukar og breytingar á listum yfir eiturefni og hættuleg efni séu ekki háð lagabreytingum, heldur komi þar til staðfesting með reglugerð, að fengnum till. eiturefnanefndar. Auk þess felur frv. í sér tvær till. um breytingar og viðbætur á greindum listum yfir eiturefni og hættuleg efni. Umsagnir voru í hvívetna jákvæðar, og n. mælir einróma með samþykkt frv.