06.04.1973
Efri deild: 84. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3118 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

233. mál, Iðnlánasjóður

Heilbr. og trmrh. (Magnús Kjartansson):

Herra forseti. Í tilefni af fsp. hv. þm. Þorvalds Garðars Kristjánssonar um það, hvort ég hafi haft samráð við Félag ísl. iðnrekenda um þessa breytingu á iðnlánasjóðsgjaldi, skal ég geta þess, að þetta samráð hafði ég og stjórn Félags ísl. iðnrekenda kvaðst geta fallizt á þessa breytingu.

Að því er varðar framlag ríkisins, þá sagði hv. þm., að það væri hægt að ganga lengra og leggja hærri upphæðir úr ríkissjóði en þarna er lagt til, og vissulega væri það hægt. En ég vil minna á það, að fyrir þessu þingi liggur till. flutt af formanni Sjálfstfl., þar sem lagt er til, að framlag ríkisins til iðnlánasjóðs sé 30 millj., en ekki 50 millj., eins og lagt er til í þessu frv.