07.04.1973
Neðri deild: 80. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3156 í B-deild Alþingistíðinda. (2619)

236. mál, launaskattur

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Vestf. vil ég segja það, að ég treysti mér ekki til lögskýringar á þeim atriðum, sem hann spurði um. Tel hins vegar eðlilegt, að sú n., sem fær málið til meðferðar, leiti álits ríkisskattstjóra og slíkra aðila, sem um málið fjalla, um lögskýringu á þessu, sem þarna er um að ræða. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta bundið við lögskráða menn á skipin, en ég skal ekki skýra það frekar af þeirri ástæðu, sem ég hef þegar greint.