07.04.1973
Neðri deild: 81. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3187 í B-deild Alþingistíðinda. (2635)

169. mál, heilbrigðisþjónusta

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að víkja að einu atriði í ræðu ráðh., sem fjallar að vísu ekki um heilbrigðisþjónustu, heldur skattamál. Hann benti á það, að hér á landi væri tekinn þriðjungur af launatekjum manna, en þetta væri 50% á Norðurlöndum, skattheimtan eða skattpíningin, hvaða orð sem við notum, væri þess vegna mun meiri á Norðurlöndum, og við mættum því hrósa happi. Þetta er með öllu óraunverulegur samanburður, vegna þess að þarna skiptir máli, hverjar ráðstöfunartekjurnar eru, þegar búið er að innheimta skatta. Mér er vel kunnugt um. að laun á Norðurlöndum eru verulega hærri. og þess vegna geta menn greitt hærri skatta. En niðurstaðan er sú, að ráðstöfunartekjurnar, sem eftir eru, verða mun meiri en hér á Íslandi, þó að menn greiði ekki nema þriðjunginn. Ég tel m.ö.o. að þessi samanburður sé með öllu óraunhæfur.