09.04.1973
Efri deild: 85. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3189 í B-deild Alþingistíðinda. (2638)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (BJ) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf :

„ „Reykjavík, 9. apríl 1973.

Samkv. beiðni Odds Ólafssonar, 3. þm. Reykn., sem nú er veikur á sjúkrahúsi, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ., að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í kjördæminu, Axel Jónsson bæjarfulltrúi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson,

ritari þingflokks Sjálfstfl.

Til forseta efri deildar Alþingis, Reykjavík“

Kjörbréf þessa hv. þm. þarf ekki rannsóknar við, þar sem hann hefur áður setið þingbekk á kjörtímabilinu, og býð ég hann velkominn til þingstarfa.