09.04.1973
Efri deild: 85. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3193 í B-deild Alþingistíðinda. (2646)

59. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Frá því að 2. umr. um það frv., sem hér er til meðferðar, lauk í þessari d., hafa borizt 8 umsóknir um ríkisborgararétt. Þessar umsóknir hafa nú verið athugaðar og eru þær taldar fullnægja settum skilyrðum. Í samræmi við það hefur allshn. leyft sér að flytja brtt. á þskj. 577 og 584, þar sem lagt er til, að þessir 8 umsækjendur fái ríkisborgararétt. Ég vil geta þess, herra forseti, að brtt. á þskj. 584 er of seint fram komin og þarf því afbrigða við, til þess að hún geti öðlazt þinglega meðferð. En sem sagt, allshn. leggur til, að þessir umsækjendur komist inn í frv.