10.04.1973
Sameinað þing: 68. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3282 í B-deild Alþingistíðinda. (2750)

205. mál, opinberar nefndir sem lagðar hafa verið niður

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég vil taka það fram í upphafi máls míns, að það hefur orðið samkomulag á milli fyrirspyrjanda og fjmrn., að, að þessu sinni yrði aðeins svarað þeim hluta fsp., er varðar fjölda n., en útreikningar verða gerðir og afhentir yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings og Alþ. með nefndaskýrslunni í haust, en hv. fyrirspyrjandi er einn af yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings og hefur fallizt á þessa málsmeðferð.

Ég ætla að reyna að stytta mál mitt og mun því afhenda hv. fyrirspyrjanda lista yfir þessar nefndir á eftir, en í stuttu máli er það, að alls hafa verið lagðar niður í tíð núv. ríkisstj. 92 nefndir. Af þeim voru 72, sem skipaðar voru, áður en hún kom til valda, en 20 af þeim, sem ríkisstj. sjálf hefur skipað. Á rn. skiptist þetta þannig: Af fyrri hlutanum er hjá forsrn. 1, hjá menntmrn. 17, landbrn. 6, sjútvrn. 7, dóms og kirkjumrn. 7, félmrn. 1, heilbr.– og trmrn. 6, fjmrn. 8, samgrn. 9, iðnrn. 9 og viðskrn. 9. Þær n., sem ríkisstj. hefur skipað og lokið hafa störfum og lagðar hafa verið niður, skiptast þannig á milli rn.: Forsrn. 2, menntmrn. 4, landbrn. 1, félmrn. 4, heilbr.– og trmrn. 1, fjmrn. 2, iðnrn. 6.

Þetta verð ég að láta nægja sem svar við þessum lið, sem hefur orðið samkomulag um, að ég svaraði að þessu sinni.