10.04.1973
Sameinað þing: 68. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3285 í B-deild Alþingistíðinda. (2757)

215. mál, hlutafjáreign ríkissjóðs

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. fyrirspyrjanda, að hlutafjáreign ríkisins hefur að verulegu leyti orðið til í sambandi við hjálparstarfsemi, eins og t.d. átti sér stað um Slippstöðina á Akureyri, sem forðaði fyrirtækinu frá gjaldþroti og ég vil jafnvel segja bæjarfélaginu líka. Það er einnig rétt, að ríkissjóður hefur tekið þátt í að styðja fyrirtæki, m.a. Norðurstjörnuna í Hafnarfirði, en frá hlutafjáreign var ekki búið að ganga fyrir síðustu áramót. En það verður gert á þessu ári og kemur þá fram í skýringum þar að lútandi.