10.04.1973
Sameinað þing: 69. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3300 í B-deild Alþingistíðinda. (2780)

115. mál, verðjöfnunarsjóður vöruflutninga

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft þessa till. til meðferðar og leitað um hana umsagna hjá allmörgum aðilum. Það var álit n. að mæla með afgreiðslu þessa máls, en flestir nm. voru þeirrar skoðunar, að það væri rétt að breyta till., — þar sem hún gerði ákveðið ráð fyrir, að samið yrði frv. til 1. um stofnun verðjöfnunarsjóðs vöruflutninga, sem hafi þann tilgang, að verð á allri vöru verði það sama á öllum stöðum, — breyta því á þann veg að kanna fyrst þátt flutningskostnaðar í mismunandi vöruverði. Varð að lokum samkomulag í n. um það, að tillgr. orðist svo:

Alþ. ályktar að kjósa 5 manna mþn. til þess að:

1) Kanna þátt flutningskostnaðar í mismunandi vöruverði í landinu.

2) Skila áliti um, hvort tiltækt væri að jafna kostnað við vöruflutninga með stofnun og starfrækslu verðjöfnunarsjóðs, þannig að verð á allri vöru verði hið sama á öllum stöðum á landinu, sem vöruflutningaskip sigla til og flugvélar og vöruflutningabifreiðar halda uppi áætlunarferðum til.

3) Kanna, hver kostnaður væri af rekstri slíks sjóðs og hver ætla mætti að yrðu þjóðhagsleg áhrif af starfrækslu hans.

4) Gera till. um bætt skipulag vöruflutninga á sjó, landi og í lofti. Skulu þá m.a. hafðar í huga breytingar á tilhögun flutninga frá helztu viðskiptaborgum Íslendinga erlendis til hinna ýmsu hafna á landinu.

Kostnaður við störf n. greiðist úr ríkissjóði“.

Eins og fram kemur á nál., mælir fjvn. með, að till. verði samþ. þannig orðuð eins og ég hef lesið.