10.04.1973
Neðri deild: 84. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3318 í B-deild Alþingistíðinda. (2795)

169. mál, heilbrigðisþjónusta

Karvel Pálmason:

Með tilliti til þess, að samkvæmt frv., eins og það er nú orðið, liggur fyrir heimild til handa ráðherra að fjölga heilsugæzlustöðvum, og einnig með tilliti til þeirrar yfirlýsingar, sem hér var lesin í gær fyrir hönd ráðherra um, að þessa heimild mundi hann nota, og í þriðja lagi vegna munnlegrar yfirlýsingar hæstv. ráðherra um, að hann muni til þess sjá, svo framarlega sem það verði fært, að héraðshjúkrunarkona verði staðsett á Bíldudal a.m.k. yfir vetrarmánuðina, þá segi ég nei.