11.04.1973
Efri deild: 89. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3319 í B-deild Alþingistíðinda. (2806)

237. mál, lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Frsm. (Halldór Kristjánsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, lýtur að því, að tekið verði alveg fyrir það, að það geti átt sér stað í nokkrum tilfellum, að opinberir starfsmenn, sem njóta fullra launa, fái jafnframt greiðslur úr lífeyrissjóði. Ég sé ekki ástæðu til þess að vera að fjölyrða um þetta hér. N. hefur einróma mælt með samþykkt þessa frv.