11.04.1973
Efri deild: 89. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3320 í B-deild Alþingistíðinda. (2810)

244. mál, alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Ég hef raunar ekki miklu við það að bæta, sem ég áðan sagði. Ég harma það, hversu seint þetta frv. og þessi þáltill. er á ferðinni og tek á mig alla ábyrgð á því. Það var vissulega hægt að leggja þessi mál fram fyrr, og eins er með þáltill. um varnir gegn loftránum. Gegnir þó að því leyti öðru máli um þá till., að til þess að við gætum fengið heimild til að staðfesta þá samninga, þurfti að gera breytingu á hegningarlögunum, sem nú er langt komin í gegnum þingið og er forsenda fyrir því, að við getum staðfest þessa samninga.

Ég endurtek það, að mér þykir miður, að þetta eina mál, sem ég hef lagt fyrir hv. d. á þessu þingi, skuli þurfa að koma svona seint fram, og get lýst því yfir fyrir mitt leyti, að þetta er eina málið, sem ég mun leita til hv. d. með að fá samþ. Það er því ekki von á fleiri töfum úr minni átt á starfi þessa þings.