11.04.1973
Efri deild: 90. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3352 í B-deild Alþingistíðinda. (2850)

Umræður utan dagskrár

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Það er nú komið svo í hv. d.; að það tekur lengri tíma að prenta þskj. og frv. en afgreiða þau hér í d. Þess vegna mótmæli ég því, að 11. mál, um Fiskveiðasjóð, komi nú til 2. umr., þar sem ekki hefur gefizt tími til þess að dreifa nál. minni hl. Ég held, að það geti ekki legið svo mjög á að taka frv. til 2. umr., a.m.k. ekki nú fyrir kvöldmat, þar sem ekki vinnst einu sinni tími til að prenta þskj. Það mun sennilega vera einstæður atburður, að það taki orðið lengri tíma að prenta þskj. en að afgreiða frv. sem lög frá hv. Ed.