11.04.1973
Efri deild: 90. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3352 í B-deild Alþingistíðinda. (2851)

Umræður utan dagskrár

Forseti (BJ):

Út af ummælum hv. þm. vil ég aðeins geta þess, að það er það langur tími frá því að málið var afgr. í n., að með eðlilegum hætti hefði átt að vera hægt að ljúka prentun eða fjölritun nál. eftir atvikum. Hins vegar hef ég ekki lagt það í vana minn sem forseti d. að synja um það, ef óskað er eftir, að mál sé tekið út af dagskrá. Enn er ekki heldur útséð um það, hvort þskj. verður útbýtt, áður en málið er tekið til umr. En verði svo ekki, mun ég verða við þeirri ósk, að málið verði tekið út af dagskrá, ef það fullnægir óskum hv. þm.