11.04.1973
Neðri deild: 86. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3361 í B-deild Alþingistíðinda. (2902)

236. mál, launaskattur

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti: Fjh.— og viðskn. hefur athugað þetta frv. og leggur til, að það verði samþ. með þeirri breytingu, sem prentuð er með nál. á þskj. 644. Það er nánast orðalagsbreyting í þeim tilgangi að taka af tvímæli um, að launaskattur greiðist ekki af vinnutekjum við fiskveiðarnar sjálfar, en hins vegar greiðist launaskattur með venjulegum hætti, t.d. af vinnu við viðhald fiskiskipa og af annarri slíkri þjónustuvinnu, þótt unnin sé fyrir fiskiflotann.

Fjh.— og viðskn. leggur sem sagt til, að frv. verði samþ. með þessari breytingu.