12.04.1973
Efri deild: 91. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3389 í B-deild Alþingistíðinda. (2929)

122. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1973

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Eins og ég tók fram í ræðu minni hér í gær í sambandi við þessa till. um höfnina í Ólafsfirði, var ákveðið að taka hana ekki til framkvæmda vegna væntanlegra lagabreytinga: Ég vil mælast til þess við hv. flm., að hann taki þessa till. aftur og það verði skoðað, hvort brýna nauðsyn beri til að leysa málin með öðrum hætti á þessu ári. Alla vega skal ég lýsa því yfir, að því leyti sem ég kann að ráða um fjárveitingar á næsta ári, að ég mun beita mér fyrir því, að þessi höfn verði tekin inn á fjárlög í sambandi við afgreiðslu fjárlagafrv. fyrir árið 1974, og kæmi sér betur, að þessi till. færi hér ekki undir atkv. og málið yrði skoðað nánar.