14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3525 í B-deild Alþingistíðinda. (3065)

192. mál, lífeyrisréttindi sjómanna

Frsm. (Jónas Árnason):

Herra forseti. Allshn. er sammála um, að hér sé hið þarfasta mál á ferðinni, enda hafa ýmsir beitt sér fyrir því hér á undanförnum þingum. Stjórnarandstæðingar í tíð viðreisnarstjórnarinnar beittu sér fyrir því. Nú eru það aftur stjórnarandstæðingar, sem flytja þetta mál. Allshn. telur, að sjómannastéttin sé sannarlega alls góðs makleg. En niðurstaða n. er, að þessu máli verði vísað til ríkisstj.