14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3526 í B-deild Alþingistíðinda. (3067)

192. mál, lífeyrisréttindi sjómanna

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð, ekki til þess að þakka hæstv. n. fyrir afstöðu hennar til þessa máls. Þeir, sem þar eiga sæti í meiri hl., hafa verið miklir áhugamenn um þetta mál á undanförnum árum, og svo vildi til, þegar þeir komust Ioks í áhrifaaðstöðu til þess að beita sér fyrir málinu, þá loks lágu fyrir till. um það, hvernig ætti að ráða fram úr því, sem báðir aðilar, sem þar áttu hlut að máli, voru sammála um, þannig að ég get ekki þakkað þeim fyrir eitt eða neitt í þessu samhandi. Ég harma hins vegar, að þeir skyldu ekki verða við óskum sjómannasamtakanna og reyndar óbeint óskum útgerðarmanna líka um að betrumbæta þarna og samþ. þær till., sem hafa legið fyrir um langan tíma í sambandi við þetta mál.