14.04.1973
Efri deild: 94. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3534 í B-deild Alþingistíðinda. (3089)

130. mál, skólakostnaður

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Menntmn. hefur haft frv. til l. um breyt. á l. um skólakostnað til athugunar. Frv. felur það í sér, að fjárveitingar ríkisins til skólamannvirkja, aðrar en til undirbúnings framkvæmdum, skuli skiptast á 2–4 ár, en í núgildandi l. er talað um í þessu sambandi 2–3 ár. Staðreyndin mun hins vegar vera sú, að lög um skólakostnað, munu vera framkvæmd í reynd á þann veg, að sem hér er gerð till. um. N. mælir með samþykkt þessa frv. Hún hefur fengið eina umsögn um frv. frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, þar sem segir svo, með leyfi forseta:

„Á síðasta stjórnarfundi sambandsins var í fjallað um efni frv. og samþ. að láta í té svofellda umsögn um það:

Stjórninni er kunnugt um, að í raun hefur greiðslutími ríkissjóðs til skólabygginga verið 4 ár. Stjórnin telur, að fremur ætti að stefna að því að stytta þennan tíma en að lengja hann með lögum, ekki sízt með tilliti til þess, að vaxtakostnaður sveitarfélaga af lánum vegna skólabygginga hefur ekki verið tekinn til greina“.

Í þessu felst, að stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur, að frekar ætti að stytta þetta tímabil. Það má kannske segja, að út frá því, sem æskilegast gæti talizt, væri það ekki óeðlilegt. En því miður verður oft að miða við annað en það, sem allra æskilegast getur talizt. Þess vegna hefur n. fallizt á að mæla með samþykkt þessa frv.

Hæstv. menntmrh. hefur komið með brtt. við frv. þess efnis, að við bætist ný gr., þar sem heimilað er að taka nauðsynlegt land undir skólamannvirki eignarnámi, ef ekki næst samkomulag um kaup á slíku landi. N. mælir einnig með samþykkt þessarar tili., en rétt er að taka það fram, að Auður Auðuns ritar undir nál. með fyrirvara og Þorvaldur Garðar Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.