07.11.1972
Sameinað þing: 12. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

38. mál, framvæmd samgönguþáttar Norðurlandsáætlunar

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Frá Framkvæmdastofnuninni, áætlunardeild, hefur mér borizt svo hljóðandi svar við fsp. hv. þm.:

Unnið er að tillögugerð um, að hafnir og flugvellir komi inn í Norðurlandsáætlun á árinu 1973. Miðað er við, að 25 millj. kr. fari í Norðurlandsáætlun í hvorn þátt á því ári. Helztu fyrirhugaðar framkvæmdir í flugvöllum eru við nýjan flugvöll á Sauðárkróki, á Blönduósi og flugbrautarljós á Húsavík og viðar. Í hafnamálum eru fyrirhugaðar framkvæmdir á Skagaströnd, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði. Þessar framkvæmdir eru enn á tillögustigi, og endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um þær. Þá hafa þær ekki enn verið bornar undir Fjórðungssamband Norðlendinga.