14.04.1973
Neðri deild: 89. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3560 í B-deild Alþingistíðinda. (3150)

69. mál, Hæstiréttur Íslands

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál, sem er á þskj. 73, um hæstarétt er komið frá Ed., og er allshn. sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Um málið urðu nokkrar umr. í Ed., vegna þess að það kom í ljós, að starfsmenn, sem njóta óskertra launa, gátu einnig fengið eftirlaun og fullan lífeyri. En nú hefur verið lagt fram af ríkisstj. mál um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 237. mál, sem kemur í veg fyrir, að þetta geti gerzt, ef að lögum verður, og er það mál því úr sögunni.