14.04.1973
Neðri deild: 90. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3590 í B-deild Alþingistíðinda. (3203)

235. mál, tollheimta og tolleftirlit

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur rætt þetta frv. á fundi sínum í morgun. Hún kvaddi þá á sinn fund forstjóra Eimskipafélags Íslands og forstjóra Skipadeildar SÍS til viðræðna um málið. Einnig ræddi formaður n. efni frv. og orðalag við tollstjóra, Björn Hermannsson.

Efni þessa frv. er tvíþætt. Annars vegar er lagt til, eins og segir í aths., að heimiluð verði viðurlög við því atferli að upplýsa ekki um afdrif vara, sem samkv. staðfestum skýrslum tollyfirvalda erlendis, hafa farið um borð í viðkomandi far. Talið er, að núv. heimildir í lögum séu vafasamar, að því er tekur til þessa atriðis. Ég vek athygli á því, að hér er aðeins um að ræða það magn, sem sannanlega hefur farið um borð í farið með vitund skipstjóra eða annarra skipverja, sem undirritað hafa móttökuskilríki eða innsiglisskrá, sbr. orðalag 1. gr. frv. Hins vegar er svo efni þessa frv. breytingar, sem fólgnar eru í 2. gr., á upphæð sekta, þ.e.a.s. um hækkun sekta til samræmis við verðlagsbreytingar.

Fjh.- og viðskn. leggur til, að frv. verði samþ. N. vill hins vegar áskilja sér rétt til að íhuga nánar orðalag frv., einkum að því er 1. gr. varðar, fyrir 3. umr.