16.04.1973
Efri deild: 97. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3594 í B-deild Alþingistíðinda. (3209)

134. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Björn Jónsson) :

Herra forseti. Þetta mál er, eins og hv. þdm. er kunnugt, komið frá Nd., þar sem það var afgreitt einróma, að ég held. Hér er um að ræða að semja upp að nýju lög um byggingarsamvinnufélög og fella þau sem sérstakan kafla í hina almennu húsnæðislöggjöf, þ.e.a.s. í lög um Húsnæðismálastofnun ríkisins, á sama hátt eins og lög um byggingarsjóð verkamannabústaða eru þar sérstakur hluti. Efnisbreytingar eru ekki stórvægilegar, en þó nokkrar og allar frekar til þess fallnar að styrkja þá byggingarstarfsemi, sem í þessu formi er rekin. Þar sem hér er um algerlega ágreiningslaust mál að ræða, eftir því sem ég bezt veit, og frv. hefur nú nýverið verið útskýrt ítarlega af hæstv. félmrh., sé ég ekki ástæðu til að orðlengja um málið, en vil aðeins skýra frá því, að í hv. félmn. var samþ. einróma að mæla með því, að frv. yrði samþ. eins og það liggur fyrir á þskj. 734.