07.11.1972
Sameinað þing: 12. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

273. mál, reglugerð samkvæmt útvarpslögum

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Ég vil láta í ljós ánægju með þan tíðindi, sem hæstv. ráðh. hefur sagt, að allsherjarreglugerð um starfsemi Ríkisútvarpsins skv. nýju l. hafi nú verið gefin út. Það er að sjálfsögðu rétt, sem ráðh. segir, að þessi reglugerð er þess eðlis, að hún hlýtur að verða í áframhaldandi endurskoðun, og getur komið til greina, að það þurfi að gera á henni breytingar á næstunni. Hins vegar eru í þessari reglugerð mörg ákvæði um framkvæmdaratriði í stofnuninni, ekki sízt í sambandi við innheimtu, sem nauðsynlegt er að fá í' gildi. Því til viðbótar byggist á þessari reglugerð það starf, sem útvarpsráð og útvarpsstjóri eiga að vinna við það að setja reglur um fréttir, fréttaflutning og auglýsingar, sem eru með viðkvæmustu þáttum í starfsemi útvarpsins. Ég vænti þess, að hægt verði að vinna að þeim reglum. Liggja fyrir drög að þeim, sem þarf auðvitað að endurskoða á næstunni. Einnig þarf að balda áfram að fylgjast með þróun þessara mála og reynslu af hinni nýju löggjöf, en reglugerðum og reglum breytt, þegar reynslan gefur tilefni til þess.