16.04.1973
Efri deild: 97. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3594 í B-deild Alþingistíðinda. (3211)

134. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Auður Auðuns:

Herra forseti. Það voru aðeins örfá orð. Þegar frv. var til umr. í félmn., hreyfði ég þar atriði, sem mér sýnist þurfa athugunar við og hugsanlegt að þyrfti að breyta og gæti orðið samkomulag um að flytja brtt. við. Það var þó ekki varðandi byggingarsamvinnufélögin, sem þetta var, heldur varðandi kaflann um skyldusparnað. Tími hefur verið svo naumur, að við nm. höfum ekki getað haft samband okkar á milli til að taka ákvörðun um, hvort menn vilji sameinast um einhverjar brtt., en það verður þá að sjálfsögðu gert fyrir 3. umr. Ég vildi aðeins láta þessa getið, svo að það komi fram við þessa umr. og yrði þá ekki alveg fyrirvaralaust flutt við 3. umr.