17.04.1973
Efri deild: 98. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3692 í B-deild Alþingistíðinda. (3304)

134. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Auður Auðuns:

Herra forseti. Hv. deildarforseti hefur lýst afstöðu sinni til till., sem hann og að ég ætla einnig aðrir hv. nm. í félmn. líta vinsamlegum augum, en treystir sér ekki til að leggja frv. í þá hættu, að það þurfi að fara enn á milli d. Ég sé ekki, að það þyrfti að vera mikið í húfi, því að þessi lög eiga ekki að taka gildi fyrr en um næstu áramót. En ég met mikils að fá fram góðan hug þm. til þessa máls og þá fyrst og fremst yfirlýsingu hæstv. félmrh., sem deildarforseti hefur eftir honum haft hér í d. Í trausti þess, að þetta ákvæði laganna verði tekið til athugunar fyrir næsta þing og á því gerðar þær lagfæringar, sem bersýnilega er nauðsynlegt að gera, tek ég þessa brtt. aftur fyrir hönd okkar flm.